Tjónamál

Atriði sem þurfa að vera klár áður en viðgerð getur hafist.

  • Þú þarf ávallt að leita eftir því hvort bótaskylda sé ákveðin að hluta eða öllu leyti áður en viðgerð hefst og fá upplýsingar um það hjá því tryggingafélagi sem greiðir tjónið. Þetta þarf að liggja fyrir þannig að hlutdeild þín í viðgerðakostnaði komi þér ekki á óvart.
  • Þú þarft að tryggja að tjónaskýrslur séu tilbúnar og komnar til tryggingafélagsins. Tjónsaðilar þurfa báðir að skila sínu eintaki hvor til síns tryggingafélags.
  • Ef Akstur og öryggi (Árekstur.is) eða lögregla hafa komið á tjónsstaðinn, þarft þú einnig að leita eftir bótaskyldu og hvort tjónið sé tilbúið til afgreiðslu. Þetta gerir þú með því að snúa sér til tryggingafélagsins og fá hjá þeim tjónsnúmer.
  • Eigin áhætta þín í kaskótjóni svo og önnur réttingar- og málningarvinna sem unnin er samhliða tjónaviðgerð að þinni beiðni, þarf að greiða við afhendingu að lokinni viðgerð.
  • Við hvetjum þig til að kynna þér „leiðbeiningar um afhendingu á bílum á verkstæðið hjá Bílnet að Fitjabraut 30, Reykjanesbæ.

Hvað er Tjónaskoðun?
Tjónaskoðun er verkþáttur sem kemur til þegar farartæki eða einhver önnur eign hefur orðið fyrir skaða, einhverskonar tjóni. Bílnet tjónaskoðar bílinn þinn þér að kostnaðarlausu. Tekur um 10 mínútur.

Hverjum ber að bæta tjónið?
Að sjálfsögðu er það tjónvaldurinn sem á að bæta það tjón sem hann veldur, oft er raunin þó ekki svo einföld, svo ótrúlegt sem það er þá gerist það að sá eða sú sem tjóni veldur lætur sig hverfa af vettvangi án þess að láta þann sem fyrir tjóninu varð vita, stingur af í þeirri von að enginn hafi orðið vitni að atburðinum, ef þetta gerist situr tjónþolinn uppi með skaðann.

Tjónaskoðun - kostnaðarmat
Það er ekki ósanngjörn krafa að sá sem greiða á tjónaviðgerð fái að vita áður en verkið hefst, hver kostnaðurinn er, þannig er það viðtekin venja og raunar forsenda fyrir því að tryggingafélag greiði slíkan reikning að áður hafa farið fram mat á verkinu.

Framkvæmd tjónaskoðunar
Tjónaskoðun er framkvæmd af fagmanni í viðkomandi fagi og fer þannig fram að listað er upp hvaða hluti þarf að kaupa nýja og hverjir eru viðgerðarhæfir, yfirborðsmeðhöndlun, sprautun o.s.frv. að þessu loknu liggur heildar kostnaðurinn fyrir, greiðandinn, hver sem hann er tryggingafélag eða einstaklingur, getur þá hafnað matsgjörningnum, þá með ákveðnum rökum þar um eða það sem oftast gerist samþykkt matið, í framhaldi af því getur viðgerð hafist.

Hvert er hægt að snúa sér til að fá metið tjón?
Best er að snúa sér til bifreiðaverkstæðis í viðkomandi grein, (eins og sjá má á forsíðu þessarar vefsíðu veitir Bílnet ehf þessa þjónustu án endurgjalds). Þó að tryggingafélag sé ekki greiðandi að tjóninu þá getur þú haft samband við Bílnet og fengið álit og frekari leiðbeiningar.

Hafðu samband

Tímapantanir eru í síma 420 0040 og á netinu