Plastviðgerðir
Flestir halda að ekki sé hægt að gera við brotið plast, en við hjá Bílnet erum sérhæfðir í að gera við nánast allt plast sem viðkemur bílum og jafnvel öðrum hlutum sem þú átt og erfitt getur verið að laga. Hluturinn verður sem nýr eftir meðhöndlun okkar og miklir peningar sparast.
Gerum við nánast alla plasthluti í bifreiðum:
- Bretti
- Forðabúr
- Grill
- Hlífar í hjólaskálum
- Lugtarbotna
- Mælaborð
- Rafgeyma
- Stuðara
- Vatnskúta
- Vélahlífar