Framhliðin á tjónstilkynningunni:
ATH. mjög áríðandi: Þegar tjónstilkynningareyðublaðið sem er í tvíriti er fyllt út þarf að gæta þess að hafa slétt undirlag, skrifa fast og nota prentstafi nema þú hafir skýra rithönd, of oft berast þessar skýrslur nær ólæsilegar, fyrir kemur að ekki einu sinni bílnúmerin eru læsileg!

Byrjaðu efst í vinstra horninu á framhliðinni og síðan reit úr reit, þú fyllir inn allar tiltækar upplýsingar sem beðið er um.

Mikilvægt er að setja X við réttar atvikalýsingar fyrir bæði ökutækin á miðhluta skýrslunnar og gleyma ekki að skrifa í neðsta kassann hvað mörg X eru við hvort ökutæki.

Næst er að teikna afstöðuuppdrátt af staðsetningu ökutækjanna, það er gert í rúðustrikaðan reit neðantil á framhlið eyðublaðsins, ekki vera feimin/n við þetta enginn teikning er svo léleg að hún geri ekki eitthvað gagn, bílarnir eru teiknaðir sem kantaðir rammar og ör inn í þá sem sýnir framendann, draga þarf línur fyrir vegbrúnir, bílastæði, skilti og annað sem nærri kann að vera. 

Þegar þetta er búið skrifa báðir nöfn sín á línur merktar A og B neðst á síðunni.

Þegar undirskrift er lokið er stranglega bannað að breyta nokkru á framhlið skýrslunnar.

Eintökin eru nú aðskilin. 

Bakhliðin á Tjónstilkynningunni:
Næst fyllir hvor aðili um sig út bakhliðina, þar er fyrst X-að við nokkrar spurningar, á miðhluta skýrslunnar er síðan hægt að útskýra í texta fleira, svo sem aðdraganda óhappsins, ökuhraða, var eitthvað athugavert við akbrautina eða merkingar, aðrar hindranir o.s.sfrv....

Mikilvægt: þegar þessu er lokið skráir þú dagsetninguna neðst í vinstra hornið og skrifar undir í reitinn við hliðina þar sem stendur: undirskrift ökumanns.

Ath. ef aðstæður eru slæmar er ekki nauðsynlegt að fylla bakhliðina út á staðnum, þetta er þitt eintak og þú ræður hvort þú skrifar eitthvað á bakhliðina, lámark er þó að setja dagsetningu og undirskrift.

Það getur borgað sig að gera bakhliðinni góð skil, láta koma fram sem mest af upplýsingum varðandi atburðinn, það flýtir fyrir yfirlestri skýrslunnar og skráningu tjónsins, að þessu loknu skilar hvor aðili sínu eintaki til síns tryggingafélags.

Þegar eitt ökutæki á hlut að óhappi, t.d. þegar ekið er á skeppnur, ekið útaf vegi eða bíl stolið þá notast aðeins annar helmingur framhliðarinnar auk bakhliðar til skýrslugerðarinnar.

ATH: Ef fólk slasast þá skal alltaf kalla á lögreglu til skýrslugerðar.

Hafðu samband

Tímapantanir eru í síma 420 0040 og á netinu