Tjónaskoðun

Þér er velkomið að renna við hjá okkur og fá umsögn og kostnaðarmat varðandi viðgerð ef þú hefur lent í tjóni. Tekur innan við 10 mínútur. Ekki þarf að panta tíma fyrir þessa þjónustu. Við hjálpum þér að fylla út tjónaskýrslu ef svo ber undir. Engin fyrirhöfn fyrir þig.

Við leggjum mat á kostnað við viðgerðina og tryggjum að allir varahlutir séu til staðar þegar viðgerð hefst. Við sendum skoðunina til þíns tryggingafélags en þau taka sér 24 - 48 tíma til að svara tjónaskoðunum okkar (Cabas-skoðunum) og samþykkja þær eða hafna og því mikilvægt að samþykki þeirra liggi fyrir áður en viðgerð hefst. Því má áætla að það taki a.m.k. 7 daga þar til áætlaður viðgerðardagur hefst frá því að tjónaskoðun fór fram.

Við sérhæfum okkur í tjónaviðgerðum á öllum tegundum bíla. Bílnet tjónaskoðar fyrir öll tryggingafélög og vinnur eftir CABAS tjónamatskerfi sem er beintengt gagnagrunni tryggingafélaganna. Einnig sjáum við um tjón sem eigendur þurfa að bera sjálfir og gerum þá föst verðtilboð.

Hafðu samband við okkur í síma 420-0040 eða smelltu á PANTA TÍMA.

Þegar um tryggingatjón er að ræða, á ég rétt á bílaleigubíl meðan á viðgerð stendur?

Ábyrgðartjón: Bílaleigubíll er í boði á meðan viðgerð fer fram, öll óeðlileg varahlutabið er ekki innifalin.

Kaskótjón: Réttur til bílaleigubíls er misjafn á milli tryggingafélaga í kaskótjónum. Bílnet mælir með að tjónþoli kynni sér sinn rétt hjá sínu tryggingafélagi.

Sjálfsábyrgð kaskótjóna: Greiða verður sjálfsábyrgð kaskótjóna þegar bíll er sóttur úr viðgerð.

Leiðbeiningar um útfyllingu á Tjónatilkynningu

Hafðu samband

Tímapantanir eru í síma 420 0040 og á netinu