Bílaleigubíll

Við hjá Bílnet getum haft milligöngu um að útvega bílaleigubíl á meðan viðgerð stendur ef viðskipavinir óska eftir því. Við sjáum þá um að panta bílaleigubíl og höfum hann tilbúinn þegar þú kemur með bílinn til viðgerðar. Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga. - Þegar bílaleigubíll er leigður vegna bótaskylds ábyrgðartjóns á einka eða fyrirtækjabifreið er leigusamningur skráður á tryggingartaka/umráðamann tjónsbifreiðarinnar og ber leigutaki fulla ábyrgð á bifreiðinni meðan á leigu stendur.

  • Leigutaki þarf að leggja fram gilt kreditkort til tryggingar fyrir þeim kostnaði sem tryggingafélag greiðir ekki, t.d. bensín, stöðumælasektir og umframdagar.
  • Tryggingarfélög greiða eingöngu leigu á minnstu gerð bifreiða í A flokki meðan á viðgerðartíma stendur.
  • Innifalið er 100 km akstur á dag og kaskótrygging með 85.000,- kr. Sjálfsábyrgð ( sjá samning viðkomandi bílaleigu ).
  • Bensínkostnaður er greiddur af leigutaka og ber honum að skila bifreiðinni með fullum bensíntanki í leigu lok.
  • Bílnet tekur enga ábyrgð á hugsanlegum umfram dögum sem tryggingarfélög gætu neitað að greiða fyrir. Svo sem bið eftir varahlutum og fyrirfram ákveðnum dagafjölda vegna viðgerðar.
  • Leigutaki ber ábyrgð á þeim dögum sem ekki fást samþykktir gagnvart viðkomandi bílaleigu.

Hafðu samband

Tímapantanir eru í síma 420 0040 og á netinu